Hnitmiðað hljóðvinnslunám með áherslu á upptökur, hljóðvinnslu og hljóðsetningu
Tækniskólinn í samstarfi við Stúdíó Sýrland býður upp á nám í hljóðupptöku og hljóðvinnslu. Í náminu öðlast nemendur haldgóða þekkingu á upptökutækni, hljóðfræði, tónfræði, hljóðvinnslu auk þess að læra að þekkja vel forsendur starfænnar tækni.
Námið fer fram í Stúdíó Sýrlandi og ljúka nemendur náminu á einu ári þar sem kenndar eru þrjár annir, vor, sumar og haustönn.
Kennt er alla virka daga frá kl. 9-13, oft frá 9-17 og stundum er krafist viðveru um kvöld og helgar eftir eðli verkefna. Mikil verkefnavinna, svo best er að líta á þetta nám sem fullt starf í þetta eina ár.
Gert er eins vikna hlé á milli anna og þriggja vikna hlé inn í sumarönninni.
Inntökuskilyrði
Á hverju ári sækja mun fleiri um en mögulegt er að taka inn vegna kennsluskilyrða. Miðað er við að hver hópur sé samsettur af 30 nemendum og eiga áhugasöm af öllum kynjum erindi í þetta nám.
Umsækjendur þurfa að hafa lokið grunnskólanámi og tveggja anna fullu framhaldsskólanámi, að lágmarki 60 einingum.
Einnig er æskilegt að hafa stundað tónlistarnám eða hafa einhverja reynslu af tónlistarflutningi.
Námsumhverfið
Hljóðtækninámið er einstakt að því leyti að kennslan fer öll fram inn í fyrirtækinu Stúdíó Sýrlandi og nemendur upplifa sig gjarnan eins og lærlingar í fyrirtæki frekar en nemendur í skólastofnun.
Stúdíó Sýrland kennir einnig nám í kvikmyndatækni sem er í samstarfi við Rafmennt og samstarfið á milli þessara faga er töluvert.
Í Stúdíó Sýrlandi eru hljóðver sem nemendur hafa aðgang að allan sólarhringinn.
Logi Pedro, útskrifaður nemandi úr hljóðtækni segir frá sinni reynslu
Atvinnutækifæri
Hljóðvinnslufólk er víðar en þú heldur!
Hljóðhönnun í tölvuleikjum
Hljóðupptökur í kvikmyndagerð
Hljóðvinna eigin tónlist
Hljóðvinnsla í útvarpi
Hljóðupptökur í stúdíó
Hljóðvinnsla á tónleikum
Hljóðhönnun í leikhúsi
Hljóðvinnsla í kvikmyndagerð
Hljóðupptökur og -vinnsla í sjónvarpi
Hljóðvinnsla á ráðstefnum
Hljóðvinnsla í "podcast-i"
Hljómjöfnun og ómjöfnun á tónlist (e. mix og master)